Tónheilun með Hemi-sync
Ég kynntist Brian fyrst árið 2005 þegar hann kom hingað á fyrstu Healing the healers ráðstefnuna sem haldin var hér á landi. Mér varð strax ljóst að þarna var á ferðinni læknir sem var fullur af eldmóði og leitast við að hjálpa skjólstæðingum sínum með þeim aðferðum sem best gagnast hverjum og einum hvort sem um er að ræða nútíma lækningar og heildræna nálgun. Brian Dailey var lengi bráðalæknir og leiðbeinandi í heildrænum meðferðum við ,,University of Rochester School of Medicine and Dentistry” í New York fylki.
Hann rekur nú ásamt félaga sínum “Urgent care now” sem tekur á móti sjúklingum allan sólarhringinn. Í þau 30 ár sem hann hefur stundað læknisfræði hefur hann einnig stundað orkulækningar, reiki heilun og kristalla meðferðir auk ilmolíumeðferða. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um gjörvöll Bandaríkin og Kanada en einnig hefur hann komið hingað til lands þrisvar sinnum og haldið erindi á ráðstefnunni Healing the healers sem haldin er hvert haust í Kríunesi. Dr Dailey er ráðgjafi fyrir Monroe stofnunina og tekur þátt í rannsóknum á fjarheilun og vitundarvíkkun.
Hemi-Sync® tæknin
Brian kynntist Hemi-Sync® fyrst 1990 á helgarnámskeiði í heimabæ sínum og varð mjög hrifinn. Hann fór í kjölfarið á fjölmörg námskeið sem Monroe stofnunin býður upp á. Þessi reynsla gerði honum ljóst meðferðargildi Hemi-Sync® fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum, göngudeildar sjúklingum og fyrir þá sem heima eru.
Brian gerði sér fljótt grein fyrir því sem læknir sem er bæði þjálfaður í hefðbundnum læknisaðferðum og orkulækningum hversu mikil meðferðar áhrif hljóð geta haft á sjúklinga með ýmsa sjúkdóma. Einnig áttaði hann sig á að hljóð geta verið mjög áhrifarík í að hjálpa heilbrigðum einstaklingum að ná betri einbeitingu, innsæi, sköpunargáfu og dýpri hugleiðslu.
Robert Monroe stofnandi TMI, The Monroe institute, uppgötvaði að sérstök hljóðmynstur og tíðni hafði bætandi, mælanleg og marktæk áhrif á hæfileika einstaklinga. Til dæmis er ein samsetning hljóða sem bæta árvekni; önnur geta ýtt undir svefn og enn önnur víkkað út vitundina. Það var í kjölfarið á þessum rannsóknum sem Hemi-Sync® geisladiskarnir voru framleiddir til að auka slökun, minnka streitu, veita heilunar stuðning fyrir krabbameins sjúka , skurðsjúklinga, háþrýstings sjúklinga, heilablóðfall, astma og marga aðra sjúkdóma.
Brian notar sjálfur Hemi-Sync® til að bæta innsæi, bæta eigin heilsu og ná dýpri andlegri tengingu. Hemi-Sync® hefur bætt innsæi hans þegar um erfiða sjúkdómsgreiningu er að ræða. Það hefur aukið gríðarlega hæfileika hans sem orku heilara og hafa sjúklingar hans notið góðs af því. Til dæmis hefur serían Surgical support sýnt minni notkun á svæfingarlyfjum í hjarta hjáveitu aðgerðum. Brian hvetur alla sína sjúklinga sem eru að fara í aðgerð til að íhuga að hlusta á geisladiskana til að minnka verki og þörf fyrir verkjalyf, þeir vakna fyrr eftir aðgerð og ná sér betur og fara þannig einnig fyrr heim af sjúkrahúsinu.
Það var á helgarnámskeið sem Brian kynntist því fyrst hvernig hægt er að ná djúpri slökun. Þar voru notaðar upptökur sem ýttu undir samstillingu heilahvela og sindrun á Alfa-þeta tíðni. Það tók ekki nema örfáar mínútur að ná djúpri slökun og halda henni í lengri tíma. Nítíu og tveggja ára gamall Budda munkur sem sótti TMI námskeið sneri heim í klaustrið með fjölmarga diska því hann vildi að ungu munkarnir gætu lært á einni viku það sem hafði tekið hann mörg ár að ná með daglegri íhugun.
Hemi-Sync® er einstaklega hjálplegt sjúklingum. Greta G sem var með eitla krabbamein. Hún hlustaði alltaf á Metamusic í biðstofunni áður en hún fór í lyfjameðferð. Krabbameinslæknirinn hennar hafði á orði að hún virkaði alltaf svo miklu afslappaðri en hinir sjúklingarnir og hún svaraði því til að það væri Metamusic sem gerði það að verkum.
Þetta sýnir að tónlistin er mjög hjálpleg á biðstofum lækna og tannlækna til að minnka streitu. Á sjúkrahúsum er mikið um hávaða og ytra áreiti og því best að hlusta með heyrnatólum.
Kelly var á gjörgæsludeild eftir alvarlegt mótorhjólaslys. Hún hafði hlotið lifrarskemmd og var blóðlítil auk þess sem hún hafði brotið hryggjarlið á lendarsvæði. Hún var rúmliggjandi vegna mikilla verkja og hafði verið í 3 daga. Hematokrítin var 27%. Hún fékk reiki heilun og hlustaði á Hemi-Sync® og gat strax á eftir farið fram úr. Eftir 4 reikimeðferðir á næstu 2 dögum og áframhaldandi Hemi-Sync® hlustun var hematokrítin komin í 36% án þess að hún þyrfti á blóðgjöf að halda sem getur kostað um 1500 US dollara.
Hemi-Sync® er stytting á Hemispheric synchronisation eða samstilling heilahvela. Hljóðmynstur á geisladiskunum gera að verkum að heilinn fer að sindra á nýrri tíðni sem verður til í heilastofni svokallað ,,binaural beat.” Í stað samhengislausar bylgna með takmörkuðu hugsanaferli verða heilabylgjurnar samhangandi og auka getu heilans í heild. Þetta er kallað “whole brain state”
Þetta gerir að verkum að hægt er að nálgast samtímis hinn skapandi og innsæis hluta hægra heilahvels og rökhugsun vinstra heilahvels. Þannig er hægt að skapa, leysa vandamál og styðja við heilunarferli.
Mismunandi tíðni hefur mismunandi áhrif. Þeta og delta auka slökun og framkalla svefn. Beta eykur árvekni og einbeitingu, skýrari hugsun og er hjálpleg fyrir þá sem eiga við athyglisbrest og ofvirkni að stríða en er líka góð fyrir aðra nemendur þar sem hægt er að ná fram laserlíkri einbeitingu.
Með því að nota ferðageislaspilara og heyrnatól og 45 mínútur geta krabbameinsjúkir minnkað aukaverkanir af lyfjagjöf td. ógleði, uppköst, blóðskort og aukið vellíðan.
Margir líta á krabbameinslyf sem eitur og vissulega geta lyfin haft miklar aukaverkanir í för með sér eins og hármissi og neutropeniu- lágt hlutfall hvítra blóðkorna.
Á Cancer support diskunum sem Brian tók þátt í að þróa er höfðað til krabbameinslyfsins sem kærleikselexírs. Þar sem það á að bæta líðan einstaklingsins en ekki gera hana verri. Það þarf að skilja og vera þakklátur fyrir. Það er mikill munur á því að fá eitur í æð eða kærleikselexír, er það ekki?
Jackie var komin 34 vikur á leið með annað barn sitt þegar hún uppgötvaði hnúð í brjóstinu sem reyndist vera illkynja mein. Hún nýtti sér metamusic til að slaka á. Einnig notaði hún diska sem hjálpa til við barnsburð og tók fæðingin aðeins tæpa tvo tíma án nokkurra verkjalyfja eða aðgerðar. Síðar fór hún í aðgerð til að fjarlægja meinið og hlustaði hún þá á Surgical support diskana og þurfti mjög lítið af verkjalyfjum eftir þessa 7 tíma aðgerð. Í kjölfarið fór hún í lyfjameðferð og notaði þá ,,Chemotherapy companion” og ,,Positive Immunity series” til að styrkja ónæmiskerfið og ná heilsu.
Kristalla heilun
Brian ólst upp með kristalla allt í kringum sig. Faðir hans ræktaði kristalla og rannsakaði virkni þeirra og naut Brian góðs af.
Hver einstakur kristall hefur sérstaka tíðni. Bergkristall sindrar 60 hringi á sekúndu sem er ástæðan fyrir því að þeir eru notaðir í quarz úr. Ef þú tekur tvær tónkvíslar sem eru stilltar á “C” eða 128Hz og heldur þeim nálægt hvor annarri og slærð í aðra svo hún fari að titra þá fer hin að titra líka vegna lögmáls meðsveiflunar. Kristalla má nota til að geyma orku og örva mannslíkamann með lögmáli meðsveiflunar eða tíðnilækninga. Hægt er að heila án kristalla en Brian upplifir svo stórkostlega orku þeirra og vellíðan í nánd við þá og það gera einnig margir af skjólstæðingum hans. Kristallar magna orku og hægt er að nota þá til að beina orku á sérstakar orkustöðvar til að örva og einnig til að magna heilunarorku.
Mitch Gaynor, M.D., hefur lýst notkun kristalskála til að framleiða tóna til að heila krabbamein. Brian notar kristalskálar úr bergkristal ásamt Hemi-Sync® ® í Reiki hringnum sem hann stjórnar. Það hækkar tíðni orkunnar í herberginu auk þess sem það hækkar tíðni fólksins sem tekur þátt.
Brian hlakkar til þegar hætt verður að líta a lækningar sem annaðhvort hefðbundnar eða óhefðbundnar heldur verði þær aðferðir sem duga hverjum einstaklingi nýttar. Hann trúir því að lyfleysu áhrif séu raunveruleg orkuáhrif sem ekki hafi verið mæld almennilega. Við erum að hefja nýtt ævintýri-hvernig orkulækningar og mannsvitundin geta haft áhrif á lækningu og hvernig við getum meðvitað notað orku til að verða heilbrigð.
Af íslenskum reynslusögum er svipaða sögu að segja þó enn séu ekki margir krabbameinsjúkir sem hafa nýtt sér þessa tækni.
Brynjólfur E. Bowentæknir fékk heilablóðtappa haustið 2009. Skömmu eftir áfallið fékk hann diskinn ,,Brain support and maintance” og hlustaði á hann meðan hann var á Grensásdeild til endurhæfingar og eftir það. Það er skemmst frá því að segja að endurhæfingin gekk vel og útskrifaðist hann stuttu síðar.
Frá því við kynntumst Hemi-Sync® diskunum fyrir 5 árum höfum við nýtt þá við vinu okkar og eykur það á slökun okkar skjólstæðinga að hlusta á Metamusic meðan þeir fá nudd eða aðrar meðferðir. Þegar ég vinn að verkefnum sem krefjast einbeitingar í langan tíma set ég gjarnan á ,,Concentration” diskinn eða annan disk sem bætir einbeitingu og árvekni.
Einnig hef ég notað einbeitingardiska sem bakgrunnshljóð þegar ég flyt fyrirlestra og hafa þátttakendur haft á orði hversu auðvelt það var að halda athyglinni.
Í Puerto Rico er nú í gangi rannsókn á námsárangri í skólum þar sem notaðar eru jákvæðar staðfestingar í byrjun skóladags, nokkrar heila æfingar (brain gym) og Hemi-Sync® diskar látnir hljóma í kennslustofunum. Fyrstu niðurstöður sýna að námsárangur batnar um 50% hjá nemendum.
Diskarnir fást í vefversluninni www.puls.is en einnig er hægt að fá þá hjá Heilsu og hamingjulindinni, Lágafellslaug, Mosfellsbæ.
Brian Dailey MD er væntanlegur 8.október 2010 til að halda fyrirlestur á Healing the healers ráðstefnunni.