Púls.is

Um svefn og notkun Hemi-sync til að bæta svefn.

 

 

 

Svefn

 

Eitt það fyrsta sem Robert Monroe uppgötvaði  þegar hann var að þróa Hemi-sync var hversu áhrifaríkt það var til að svæfa fólk. Nokkrar æfingar voru þróaðar til að hjálpa hlustandanum að ná góðum nætursvefni og svefn merki voru sett inn í aðrar æfingar þannig að eftir að hafa meðtekið innihald geisladisksins myndi hlustandinn falla í væran náttúrulegan svefn.  Scott Taylor Ed.D sýnir að margskonar vandamál í ónæmiskerfinu hafa áhrif á svefnmynstur og æfingar sem notaðar eru í “Positive Immunity” hafa tvöfalt hlutverk, annars vegar að efla ónæmiskerfið og hins vegar að hjálpa hlustandanum inn í djúpan, græðandi svefn.

 

Edward og Mary O´Malley eru stjórnendur fyrir miðstöð í svefnvandamálum þar sem þau rannsaka svefnleysi (insomniu) eða sjúklinga sem eru andvaka. Þau hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð  við áhrifum notkunar á Super sleep sem er án orða.

 

Að sofna

 

Hemi-sync tæknin aðstoðar viljugan þáttakanda við að sofna á nokkra vegu.

  1. Tónarnir leiða heilann rólega úr “beta” vökutíðni niður í “delta” djúpsvefns tíðni með tíðni viðbrögðum. Hver sá geisladiskur sem inniheldur það sem kallað er “focus 10” eða vitund vakandi, líkami sofandi hjálpar til við þetta.
  2. Á sumum svefndiskanna eru talaðar leiðbeiningar sem aðstoða hlustandann til að minnka hugar hjalið.  Margir eru með ofvirkan huga sem reynir að leysa öll heimsins vandamál þegar þeir fara að sofa. Eftir að hafa farið í gegnum þann lista reynir hinn ofvirki að leita að mögulegum nýjum vandamálum og reynir síðan að leysa þau líka eða hafa að minnsta kosti áhyggjur af þeim.
  3. Sumir svefndiskanna innihalda slökunaræfingar. Þessar æfingar leyfa notendanum að átta sig á hvar í líkamanum er geymd streita og læra að greina hana og sleppa.
  4. Einnig innihalda nokkrir svefndiskanna leidda ferðasögu sem er ánægjuleg fyrir svefninn.
  5. Sumir eru svo þjáðir þegar þeir leggjast upp í rúm að þeir geta ekki sofnað vegna verkja. “Pain management” diskurinn tekur vel á þessu. Hann hjálpar til að minnka verkjamerkin og skilar svo hlustandanum inn í djúpan svefn.
  6. Hemi-sync svefn diskarnir hjálpa líka til við að brjóta upp þann vana að búast ekki við að sofna.  Eftir  árangursríka hlustun í nokkur skipti, örva diskarnir eðlilega svefn hegðun og það verður auðveldara og auðveldara að sofna. Væntingin á að sofa vel verður hinn nýi vani. Traustið á að sofna kemur aftur.  Hin nýja jákvæða vænting um svefn örvar svo breytingar á annarri hegðun. Eftir að hafa sett vandamálin og áhyggjurnar margar nætur í röð í “orku umsnúnings kassa” fara skjólstæðingar að gera það ósjálfrátt og hugar óróann lægir uns hann er ekki til staðar lengur. Eftir margra nátta notkun slökunaræfinga vekur tilhugsunin um að fara í rúmið slökunarviðbrögð. Geymsla á streitu í vöðvum verður vani fortíðarinnar. Að auki fara notendur að nota tæknina til að róa hugann og losa  uppsafnaða streitu í vökuvitund.

 

 

Að sofa

 

Reynsla Scott er sú að þegar skjólstæðingar hafa kynnst Hemi-sync og náð að falla í eðlilegan svefn fara þeir sjálfkrafa niður í djúpan hvíldar svefn og þurfa ekki neitt frekar til að vakna ekki. Flestir sofa hinum eðlilega 90 mínutna svefnhringmynstri það sem eftir er nætur og vakna síðan endurnærðir að morgni.

Sumir gera það hinsvegar ekki. Viðkomandi gæti haft ástand sem kallast “A-spiking” en það þýðir að í miðjum djúpa svefninum býr heilinn til alfa bylgjur sem vekja viðkomandi. Í þessum tilfellum er gott að hlusta á diska sem innihalda hið 90 mínútna svefnmynstur og endurspila hann alla nóttina (replay). Þannig fellur viðkomandi alltaf aftur í svefn og smátt og smátt hætta þessi Alfa köst að koma fram.

 

Endurnærandi svefn.

 

Fólk sem þjáist af vefjagigt, síþreytu og öðrum truflunum í ónæmiskerfinu ná ekki hinum djúpa, endurnærandi delta svefni sem er nauðsynlegur góðri heilsu.  Heilinn virðist ekki hafa hæfileika til að framkalla delta svefn eða halda honum ef hann næst, í nægan tíma. Fólk vaknar þreytt og jafnvel eins og vörubíll hafi ekið á þá um nóttina þó að þeir hafi sofið í 8-9 tíma. Í hinu eðlilega 90 mínútna svefnmynstri eigum við að nota 20% af tímanum í delta svefni. Það er þá sem líkaminn seytir hormónum sem skipta miklu máli um viðhald vöðva. Án þessarra 18 mínútna í delta svefni er líkaminn kannski meðvitundarlaus en án hins endurnærandi svefns.  Einkenni svefnleysis fara af stað. Ef slíkur skortur á delta svefni heldur áfram getur það orsakað einkenni eins og vefjagigt og mikla vöðvaverki. Endurheimting djúpa svefnsins eyðir  einkennum vefjagigtar.

Hemi-sync tæknin aðstoðar heilann við að komast í og viðhalda delta mynstri sem er nauðsynlegt fyrir endurnærandi svefn. Svefn getur verið lærð hegðun. Dagleg notkun diskanna kennir heilanum eðlilega svefnhegðun og breytingin virðist vera varanleg. Það getur tekið marga mánuði að ná því marki að þurfa ekki á diskunum að halda til að ná eðlilegum svefni og jafnvel 1-2 ár að ná því fram að vakna og vera verkjalaus. 

Notkun Hemi-sync tækni færir okkur lyfjalausa lausn með varanleg áhrif.

 

Viðbrögð notenda Hemi-sync fyrir svefninn.

 

Eftirfarandi upplýsingar hafa verið sendar til Monroe stofnunarinnar frá einstaklingum eða fagaðilum.

 

“Þessi diskur er í uppáhaldi hjá mér. Ég fæ mér kríu nær daglega. “Catnapper er frábær upplifun. Takk kærlega.” Nina Nikkhou, Duke University

 

Hemi-sync svefn diskarnir eru frábær leið til að þagga níður í virkum huga og yfirstíga svefnvandamál. Ég fæ stöðugt jákvæða endursvörun frá skjólstæðingum mínum á áhrifamætti “Super Sleep”, “ Sound Sleeper” og “Restorative sleep” sérstaklega þar sem svefnleysi hefur svo víðtæk áhrif á sálræna og tilfinningalega hreysti.

Deborah M. Fish, British columbia, Canada

 

Svefndiskarnir ykkar hafa breytt háttatíma úr þrekraun sem tók allt kvöldið í friðsæla, hamingjuríka rútinu. Börnin mín tvö velja sjálf hvað þau hlusta á frá Hemi-sync til að sofna.

 

Tólf flugfreyjur í millilandaflugi tóku þátt í rannsókn á notkun Hemi-sync Catnapper diski til að minnka flugþreytu og áreynslu.  Allar tóku þær fram að þær fundu fyrir minni áreynslu á vakt eftir að hafa hlustað á Catnapperinn og mæltu með notkun hans við samstarfsfólk sitt. Annað sem kom fram var.

 

“ Ég sef miklu betur þegar ég hef viðdvöl erlendis”

“ Ég var venjulega svo uppspennt og ofþreytt til að geta sofið. Með Hemi-sync gat ég slakað á og einnig gat ég notað þetta til að fá mér smá kríu fyrir næturflugið.”

“ Hvert sinn sem ég hlustaði á diskinn var ég afslappaðri og hvíldari. Áður bylti ég mér mikið og vaknaði á klukkutíma fresti.”

 

Ég hef ekki náð að halda mér vakandi eitt einasta skipti til að hlusta að fullu á Guide to serenity jafnvel þegar ég hef reynt það. Sama hvað gerst hefur yfir daginn þá er eina sem ég þarf að gera er að setja diskinn í  og anda djúpt og áður en ég veit af er runninn upp nýr dagur.

 

 

Til viðmiðunar

 

Sofna

Ótruflaður svefn

Sofna aftur

Kría

Draumar

Börn

 

Catnapper

x

 

 

x

 

 

Deep 10 relaxation

x

x

x

 

 

 

Energy walk

x

 

x

 

 

 

Metamusic titlar

x

x

 

x

x

x

Restorative sleep

x

 

x

 

 

 

Sound sleeper

x

x

x

 

 

 

Super sleep

x

x

x

 

 

x

“Dream” titlar

x

 

 

 

x

 

Soft and still

x

x

x

 

 

x

 

 

Eiginmaður minn sem er sálfræðingur og ég höfum hlustað á Inner Journey nokkrum sinnum áður en við förum að sofa. Hann hefur upplifað ánægjulega myndbirtingu og tekið eftir breytingu á heilbrigði svefnsins. Metamusic diskar hafa haft fíngerð og jákvæð áhrif á hreysti mína. Ég tek eftir að draummyndir eru skýrari og ég sé meira í litum í draumi.

 

Læknir ritaði: “ Ég tel að Hemi-sync ætti að vera staðlaður hluti af útbúnaði sem nýir læknanemar fá við upphaf sjúkrahúsþjálfunar sinnar. Nú þegar ég þekki til Hemi-sync veit ég að Catnapper hefði hjálpað mér að fá meira út úr hinum dýrmætu 30 mínútna hléum, Energy walk hefði hjálpað mér að endurnýja orkuna mína og Deep 10 Relaxation hefði hjálpað mér að slaka á snuðrunum sem bogr yfir sjúklingum orsakaði og vaggað mér inn í svefninn.

 

Ég var að segja vini mínum frá því hvernig Hemisync svefnkassettur hefðu hjálpað mér að losna við vonda drauma sem vöktu mig oft og hvernig þær hefðu hjálpað mér að fá fullan nætursvefn. Þær róa mig niður og hjálpa mér að ná langþráðri hvíld. Þá spurði vinur minn um hina hliðina á kassettunni og ég svaraði; Hina hliðina? Ég er sofnuð áður en fyrri hliðin er búin.

 

“Frá því ég hóf að nota Sound Sleeper og aðra Hemisync diska hef ég endurheimt eðlilegan  svefn eftir margra ára svefnleysi.

 

Varaforseti alþjóða keðju átti við miklar svefntruflanir að stríða meiri hluta lífs síns. Hann var m.a uppstrengdur og órólegur. Fagaðili benti honum á að nota Relax, Restorative sleep og Options. Eftir þrjár vikur sagði hann svo frá að hann hefði í fyrsta sinn sofið vel. Þegar hann kom til fagaðilans var hann mun rólegri og afslappaðri og enginn óróleiki í honum.

 

Þegar ég spila Energy walk fyrir hina veiku 9 ára dóttur mína breyttist hún úr órólegri, pirraðri yfir í að liggja kyrr, augun lokuð, afslöppuð með bros á vör. “ Þetta er svo frábært mamma. Þetta er svo fallegt. Mér líður svo vel.” Síðan sofnaðu hún vært.

 

Super sleep sem  spilað var alla nóttina var árangursríkt til að breyta trufluðu svefnmynstri 3 ára barns þannig að það svaf alla nóttina.

 

Einhverft 1 árs barn hafði ekki sofið heila nótt frá fæðíngu og var móðirin orðin vansvefta. Fyrstu nóttina sem þær hlustuðu á Cloudscape sváfu þær 10 tíma í einni lotu og vöknuðu endurnærðar.

 

Þýtt og endursagt úr bókinni “Focus the whole brain” og úr bæklingnum Feedback on Hemi-sync for sleep.

Mosfellsbær 17.okt 2008

Lilja Petra Ásgeirsdóttir

 

 

manganelo