Púls.is

Afhverju ert þú veikur?
K.I.S.S leiðsögn um META-Medicine®


Eftir Elaine Clifford META-Medicine® Heilsu ráðgjafa og leiðbeinanda.

Júní 2007

Þýtt og endursagt af Lilju Petru Ásgeirsdóttur, META-Medicine® Heilsuráðgjafa.



META-Medicine® er einfaldlega ný aðferð til að skoða hvernig við fáum botn í það sem menn kalla veikindi. META-Medicine® er ekki meðferðarform og fullyrðir á engan hátt um lækningu eða heilun. Hins vegar lítum við á heildar persónuna, huga, líkama og sál í því umhverfi sem hún lifir í og greinum nákvæmlega það sem setti í upphafi af stað sjúkdómsferli.

Síðan er það undir hinum upplýsta einstaklingi komið að ákveða hvernig best er að halda áfram innan hinnar hefðbundnu læknisfræði og heildrænna lækninga og meðferða.


META-Medicine® hjálpar okkur að svara eftirfarandi spurningum.

Afhverju
Afhverju ég?
Afhverju núna?
Afhverju þessi hluti af mér en ekki einhver annar?
Afhverju lagast þetta ekki?
Afhverju endurtekur þetta sig alltaf?

Hvað get ég gert í því?

Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir nokkrum grunnatriðum um hvað við samþykkjum núna um líkama okkar og huga. Við erum öll einstök en eigum margt sameiginlegt.

Eftirfarandi mun hjálpa þér að skilja betur META-Medicine® og sjálfa þig.


Hugleiddu þetta eitt andartak:

Hversu oft dattstu og fékkst skurð sem barn?

Hvað gerðist síðan?

Almennt talað þá var sárið hreinsað, kannski kysst á báttið og kannski settur plástur á meinið. Það lagaðist og hraði batans fór eftir því hversu oft þú kroppaðir ofan af sárinu. Svona gerðist þetta hjá öllum þú treystir líkama þínum til að vita hvernig hann ætti að verða heilbrigður.

Tökum mislinga, hlaupabólu og hettusótt. Jafnvel þó að nú sé bólusetningar prógramm fyrir mislinga þá var það ekki til í minni æsku. Ég man það enn vel, það var spurning um að liggja í rúminu og hvíla sig, drekka heita súpu og fullt af vökva og bíða eftir bata í svona eina til tvær vikur. Það voru ekki notuð nokkur lyf og ekki vænst nokkurra aðgerða. Líkaminn vann á þessu á náttúrulegan og undursamlegan hátt.


Við lítum sem sagt stundum svo á að það sé sjálfsagt að líkaminn geti læknað sig sjálfur og viti hvað hann sé að gera. Þegar þú hugsar rökrétt um þetta; hví ættum við að bara að búast við réttum viðbrögðum líkamans í sumum tilfellum en mistökum í öðrum? Við bregðumst allavega við eins og um mistök sé að ræða þegar við skoðum veikindi og berjumst gegn þeim með öllum tiltækum ráðum.

META-Medicine® tekur þá afstöðu að líkaminn sé með háa greind og geri allt af ásettu ráði.

Hugleiddu þetta aðeins:

Hafa tilfinningar áhrif á líkamann? Það er mjög einfalt dæmi sem kemur fram í huga minn. Þegar við heyrum eða sjáum eitthvað sem er sorglegt fyllast augu okkar af tárum, við fáum nefrennsli og líkami okkar skelfur. Þegar við heyrum eða hugsum um eitthvað fyndið, breytir munnur okkar um form og fram kemur bros og við búum til hávært hljóð- við hlæjum svo líkaminn hristist. Stress er líka frábært dæmi um hvernig við skiljum að yfirþyrmandi tilfinning eða að vera undir miklum þrýstingi getur gert okkur líkamlega sjúk. Þetta er allt vel rannsakað. Við heyrum líka um fólk sem passar vel upp á heilsuna en skyndilega verður það veikt meðan allt leikur í lyndi hjá öðrum og þeir lifi góðu lífi þó þeir borði óhollustu, drekki áfengi, reyki og hreyfi sig lítið.


Það sem ég hef ritað í síðust tveim málsgreinum eru mjög almenn dæmi um það sem hefur áhrif á fólk en og það er stórt en, það sem fær mig til að hlæja finnst þér kannski ekkert fyndið og það sem fær mig til að gráta, grætir þig alls ekki. Jafnvel stress er mjög einstaklingsbundinn þáttur. Margir komast léttilega í gegnum aðstæður sem aðrir eru mjög þjakaðir í. Það fer líka eftir því hvernig þú ert stemd hverju sinni. Aðra vikuna veldur streitan þér vandkvæðum meðan hina vikuna nærðu að hrista hana af þér.


Tilfinninga viðbrögð leiða til líkamlegra viðbragða sem ráðast af skynjun einstaklingsins sem aftur getur verið háð hugarástandi á þeirri stundu sem hinn tilfinningaþrungni atburður á sér stað.


Hvað passar þá META-Medicine® inn í þetta? Rannsóknir lækna í Evrópu snemma á níunda áratug síðust aldar sýndu að það er mjög sértækt samband milli ákveðinna einkenna og sértækra atburða sem höfðu gerst í lífi sjúklinganna. Læknar komust að þessarri niðurstöðu með því að framkvæma rannsóknir á sjúkrahúsum þar sem fylgst var með sjúklingum. Sem dæmi þá fundu læknar að allir þeir einstaklingar sem fengu einkenni eistna krabbameins og konur sem fengu krabbamein í eggjastokka höfðu upplifað missi sem olli áfalli í lífi þeirra. Þetta þýðir ekki að allir þeir sem fá slík áföll fái einhvers konar krabbamein. Við höfum þegar sýnt fram á að við bregðumst öll misjafnlega við og vinnum á mismunandi hátt út úr tilfinningum okkar. Læknarnir gátu einnig sýnt fram á að mismunandi tegund brjósta krabbameins er hægt að rekja til mismunandi áfalla og aðstæðna sem setur sjúkdómsferlið af stað. Krabbamein í mjólkurkirtli í brjósti (glandular breast cancer) er tengt geigvænlegum áhyggjum en krabbamein í mjólkurgangi brjósta er tengt aðskilnaði þar sem sjúklingur hafði verið aðskilinn frá einhverjum eða einhverju.

Læknarnir víkkuðu síðan út rannsókn sína og skoðuðu húðvandamál, meltingarvandamál, augnvandamál osfrv. Það sem var svo stórfenglegt er að þeir gátu alltaf rakið feril sjúkdómsmynstursins í gegnum tvo fasa. Kaldan fasa og heitan fasa. Kaldi fasinn (fyrsti fasi eða streitu fasinn eins og META-Medicine® kallar hann) er tengdur sjálfsbjargarviðleitni líkamans og heiti fasinn (annar fasi eða úrlausnarfasinn) er tengdur viðgerðarham líkamans. Læknarnir gátu jafnvel kortlagt með CT (sneiðmynd af heila) hvar í heilanum þessi áföll og sjúkdómar komu fram sem hringir í heilastofni, litla heila, miðheila eða heilaberki og hvernig einkennin í fyrsta og öðrum fasa komu fram á sneiðmyndinni.


Læknarnir staðfestu sem sagt tengingu líkama og hugar með því að tengja saman tilfinningaleg viðbrögð við sérstök áföll sem höfðu áhrif á bæði líkama og huga og við sjáum líkamlegu einkennin í líkamanum og breytingu á því hvernig fólk á samskipti við aðra. Við getum einnig séð geðræn einkenni eftir því hversu mikil eða mörg áföllin eru svo sem geðveilu, geðklofa, þunglyndi ofl.


META-Medicine® hefur vaxið og þróast út frá rannsóknum þannig að hægt sé að notfæra sér þessa vitneskju fyrir almenning til að veita betri skilning á heildrænni heilsu. Margir meðferðar aðilar hafa lært META-Medicine® svo hægt sé að búa til markvissari heilunar áætlun sem er stýrt af sjúklingnum. Það breytir miklu fyrir meðferð sjúklings þar sem til staðar er meiri skilningur á í hvaða fasa eða ferli skjúkdómseinkenni koma fram í og því hvers konar meðferðar inngrip er rétt og gagnlegt hverju sinni.


Þessir tveir fasar eru ákaflega áhugaverðir og ætla ég að útskýra þá aðeins. META-Medicine® telur að það sem köllum sjúkdóm sé í raun ferli sem líkaminn setur í gang sem svar við togstreitu áfalli. Eitthvað sem við sjáum sem óvænt, yfirþyrmandi, einangrandi og við höfum engin ráð við á þeim tímapunkti þannig að líkami okkar fer í sjálfsbjargarham.

Við vitum öll hvað flótta-bardaga eða frost viðbrögðin eru (fight-flight) það er svo oft minnst á þau. Það er það sem líkaminn gerir til að geta tekist á við atburði/áföll.

Við erum ekki að tala um daglega atburði þó það verði fullt að snöggum ferlum sem gerast í líkamanum eins og ef við misstígum okkur eða skrikar fótur og hjartað fer á fullt augnablik og andardrátturin verður aðeins hraðari, þegar við höfum náð jafnvægi á ný finnum við til smá þreytu og við setjumst niður augnablik. Þetta er mjög snöggt ferli.


Ég hef líka oft heyrt fólk segja um atburði að bakslagið sem hefur valdið þeim þjáningum í mörg ár sé svo ómerkilegt” en sjáðu til það var ekki ómerkilegt þegar þú upplifðir það, maginn fór í hnút og hálsinn herptist eða þegar þú fylltist hryllingi, ótta, reiði, viðbjóði, vonsvikni osfrv á stundinni sem það gerðist og líkaminn brást við til að hjálpa þér að takast á við ógnunina.


Á þeirri stundu fór líkaminn í virkan fasa eða streitu fasa og virkjaði alla ferla sem nauðsynlegir voru eins og taugaviðbrögð, efnahvörf og hvað eina sem þurfti til að komast í gegnum aðstæður, þetta er mjög sterk sympatísk svörun sem er í gangi á daginn. Þegar eitthvað gerist til að leysa úr aðstæðum og flytur þannig ferlið inn í annan fasa eða úrlaunsarfasann til dæmis þegar maður sem rífst við yfirmann sinn og er í stöðugum átökum um “óðalið” (starfsvið eða vettvang) sitt í vinnunni skiptir um vinnu sem þýðir stöðvun á baráttu og átökum þá kemur fram sterk svörun parasympatíska taugakerfisins sem vinnur á nóttunni og leyfir okkur að slaka á, gera við og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Því eru sum einkenni annars fasa þau að maður er uppgefinn, vill sofa meira, verður rólegri og fær aftur matarlystina.


Þessar upplýsingar um taugakerfið eru vel rannsakaðar og sýna enn og aftur meðfædda greind líkamans.

Á sama tíma og taugakerfið bregst við togstreitu áfalli þá eru ákveðin líffæri sem einnig bregðast við og fer það eftir því hverskonar áfall einstaklingur upplifir. Til dæmis þegar nýfætt barn er aðskilið frá móður sinni sem það hefur verið samtengt í gegnum naflastreng og móðurkvið frá upphafi getur húðin orðið þurr og ekki eins næm. Líffræðilega er það gert til að minnka sársauka þess að vera ekki lengur í náinni tengingu við móðurina. Þegar tengingu er aftur náð finnur barnið til öryggis og húðin verður aftur eðlileg sem getur það komið fram í kláða og roða í upphafi þar sem frumufækkun átti sér stað í fyrsta fasa en nú eru húðfrumurnar að fjölga sér aftur í öðrum fasa. Þetta er allt svo rökrétt og það kemur ekki á óvart að oftast eru togstreitu áföll tengd neikvæðum tilfinningum eins og ótta, reiði, missi og áhyggjum.


Því miður eru sjúkdómsferli sem ekki virðast ná fullnaðar úrlausn sem er auðvitað heilbrigði. Þessu er hægt að líkja við rispaða plötu sem spilar aftur og aftur sama lagabútinn. Eitthvað örvar eða minnir líkamann stöðugt á áfallið sem reynir stöðugt að vinna úr því. Til dæmis ef þú tókst hundinn þinn í göngutúr út í skógi og eitthvað skelfilegt gerðist þá ertu alltaf á varðbergi þegar þú ferð þennan göngustíg alla vega sumt fólk myndi bregðast þannig við. Aftur er þetta spurning um skyntúlkun.


META-Medicine® heilsuráðgjafi kann að spyrja sértækra spurninga til að hjálpa til við að finna upphaflega atvikið sem setti allt ferlið í gang. Vegna þeirra vísindarannsókna sem fóru fram í Evrópu þá er búið að kortleggja einkenni, líffæri og nákvæma staðsetningu í líkamanum svo að ráðgjafinn getur fljótt fundið í hvaða fasa ferlið er í og getur út frá staðsetningu einkenna, tegund togstreitu og þess sem er tengt því svo sem vinnu, heimili, börnum og vinum hjálpað skjólstæðingnum að finna fyrr hvert atvikið er. Það er jafnvel mögulegt að nýta sér CT af höfði til að fá nánari upplýsingar. Þetta er þó aðeins notað ef slíkar rannsóknir eru til staðar eða um alvarlega sjúkdóma að ræða.


Niðurstaðan er sú að upprunalegu spurningunum er svarað. Þetta kemur fyrir þig vegna þess hvernig þú ómeðvitað vinnur úr þessu ákveðna togstreitu áfalli; núna af því að sjúkdóms ferlið hefur verið sett í gang; á þessum stað í líkamanum vegna líffræðilegrar svörunar þessa líffæris; það er líklega enn að fara í gegnum ferlið og því getur lífsorka þín og kraftur verið minnkaður og þess vegna finnst þér þetta taka eilífðar tíma og það getur endurtekið sig aftur og aftur þar sem til staðar eru hvatar (bragð, lykt, frjókorn, tónfall, hljóð, snerting, mynd) sem minnir líkamann endurtekið á atburðinn svo hann endurtekur heilunarferlið.


Það allra mikilvægasta er. Hvað getur þú gert í því?


Jafnvel þegar þú hefur alla þessa vitneskju og stuðning við hendina þá er útkoman undir þér komin. Því meira sem þú leggur þig fram um að ná fram heilsu markmiðum þínum og því meðvitaðri sem þú ert og sjálföruggari því heilbrigðari verður þú.
 
 
 
Afhverju er ég veikur?
Gæti META-Medicine® átt svarið sem aðrir hafa ekki fundið?
 
Hefur þú nokkurn tíma hugsað um það afhverju við verðum veik? Er það eitthvað sem bara gerist, slys, sýking eða er einhver önnur ástæða sem veldur því að við fáum sjúkdóm. Sumir trúa því að streita sé hinn týndi hlekkur. Dr Bruce Lipton, höfundur bókarinar „Biology of Belief“ segir að 95% veikinda orsakist af streitu.
 
Gæti sjúkdómur verið tengdur streitu? Gæti eksem, iðraólga (IBS), bakverkur, hjartasjúkdómur eða jafnvel krabbamein átt rætur sínar í streitu? Læknarnir Segerstrom og Miller virðast telja svo vera. Í grein sem þau birtu 2004 komust þau að þeirri niðurstöðu að „Nær allir króniskir sjúkdómar orsakist af streitu.“ Niðurstöður þeirra hafa leitt til þess að margir læknar skrá streitu sem orsök veikinda.
Í hvorugu þessarra tilfella er þó nefnt afhverju fólk fær sjúkdóm í einstakt líffæri, vöðva, hluta meltingarfæra eða annað brjóstið.
Afhverju hefur sjúkdómur ekki áhrif á allan líkamann? Gæti verið að það sé eitthvert form á sjúkdómum? Gæti sjúkdómur haft einhverja þýðingu? Gæti ákveðinn streitutengdur atburður spilað stærri hlutverk í sjúkdómi en okkur hefur verið sagt hingað til?
Nýleg fræði sem kallast META-Medicine® bjóða okkur svör, byggð á vísindalegum grunni, við þessum spurningum. Richard Flook, höfundur bókarinnar „Why am I sick? “, yfirmaður META-Medicine® þjálfunar segir að META-Medicine® sé ekki meðferðarform heldur greiningartækni sem getur fundið streitutengda orsök veikinda eða sjúkdóms. Ef sjúkdómur orsakast af streitu hvernig virkar það þá? Það lítur út fyrir að einstök líffæri breyti innri byggingu eftir streitutengdan atburð, til að styrkja líkamann við að leysa vandann og síðar meir þarf líffærið að endurbæta sig. Richard segir: „ Taktu iðrin (þarma og ristil) sem dæmi. Ef þú heyrir eitthvað sem skekur þig illilega, eins og tilkynning um óvænt dauðsfall, uppsögn, óvænt slys, samstuð við einhvern, eitthvað sem myndar hnút í maganum af því að þú gast ekki melt það sem þú sást eða heyrðir. Við þær aðstæður fjölga ákveðnar frumur í iðrum sér svo þær geti framleitt meiri meltingarsafa til að leysa upp það sem er fast þarna. Ef þú fyllist þráhyggju yfir þessu vandamáli getur það leitt til þess að þú fáir iðraólgu. Ef það sem þú sást eða heyrðir var mjög tilfinningaþrungið þá gæti það leitt til svæðisgarnabólgu (Crohn´s ) eða jafnvel ristil krabbameins. “
En hvað þá, þegar við verðum veik? Fáum bakteríu sýkingu eða veirusýkingu, er það bara eitthvað sem við smitumst af og hefur ekkert að gera með streitu. Richard segir: „Bakteríur, sveppir og veirur lifa samlífi með líkamanum. Eftir að hið tilfinningaríka og streitutengda atriði hefur fengið úrlausn taka sýklarnir þátt í viðgerð og hreinsun í líkamanum. Þetta þýðir að meðan á streitutímabili stendur er hægðatregða og síðan þegar úrlausn er fengin verður þú lasinn og færð niðurgang. Líkaminn er mjög fágaður og vísindamenn vita það. Iðrin eru full af bakteríum sem vinna með líkamanum (samlíf). Þú ert með hundrað sinnum fleiri bakteríur heldur en mannsfrumur í líkamanum. “META-Medicine® getur útskýrt nær sérhvern sjúkdóm allt frá brjóstakrabbameini til brjóskloss, geðhvörfum til fílapensla. Hverja sjúkdómsmynd er hægt að tengja við streituáfall sem skapaði vandamálið. Richard tekst að útskýra á einfaldan hátt afhverju við verðum veik og hvert ferlið er.
Það er undarlegt að læknastéttin geti ekki sagt þér afhverju þú sért veikur. Ef þú vissir afhverju sjúkdómurinn er til staðar þá ættirðu betri möguleika á að vinna bug á honum.
Hefur META-Medicine® svörin sem aðrir hafa ekki fundið til þessa?
 
META-Medicine® virðist allavega hafa í höndunum áhrifaríkt tæki til að hjálpa okkur að skapa og viðhalda heilbrigði. META-Medicine® heilsuráðgjafi vinnur við hlið lækna og meðferðaraðila úr ýmsum áttum til að samþætta meðferðarform sem í boði eru svo hægt sé að nota þau á réttum tíma fyrir hver einkenni sem upp koma.
Meðferð getur verið sambland af læknisfræði meðferð, orku lækningum og óhefðbundnum meðferðum. Til dæmis er EFT, WHEE eða NLP notað til að fjarlægja tilfinninga áfall sem tengdt er atburði.
 
Einn af skjólstæðingum Richard Flook, Ina, hafði þjáðst af suði í eyra í meira en 20 ár. Hávaðinn var slíkur að hún átti erfitt með að sofna á kvöldin. Hún hafði reynt allt, hverja meðferð, þar með talda skurðaðgerð en ekkert virkaði. Richard greindi hið streitutengda áfall sem orsakaði eyrna suðið (tinnitus). Börnin hennar höfðu sagt henni eitthvað sem varð henni svo mikið áfall að hún vildi ekki hlusta. Ástæðan fyrir suðinu í eyranu var til að hindra að hún heyrði orðin sem er mjög rökrænt. Með því að nota EFT (emotional freedom technique) sem er einskonar nálastunga án nála voru tilfinningarnar tengdar atburðinum losaðar og hún fékk heyrnina aftur og losnaði við suðið. Hægt er að nota ýmsar fleiri aðferðir til að losa tilfinningar og verður ein slík aðferð, WHEE, kennd í tengslum við ráðstefnuna Healing the healers.
 
Það virðist sem META-Medicine® geti veitt okkur einfalt en öflugt tæki til að ná fullu heilbrigði. Tíminn mun leiða í ljós hversu mögnuð áhrif þetta hefur.
 
 
Richard er í stjórn International META-Medicine® Association. Hann er meistari og leiðbeinandi í NLP, Time Line Therapy™ og Hypnotherapy. Hann aðstoðar skjólstæðinga og kennir META-Medicine® víða um heim.
 
Þýtt og endursagt
Lilja Petra Ásgeirsdóttir Metamedicine health coach
Mosfellsbær 09 09 2009

Hvað er heilbrigði?
 
Heilbrigði er hægt að hugsa  sem jafnvægi og samhljóm milli líkama, anda, sálar og umhverfis. Fullkomið jafnvægi milli starfsemi dags og endurnyjunar nætur.
 
Líkaminn er alltaf annaðhvort að takast á við streitufasa eða heilunarfasa. Streitan getur verið lítil eða mikil og heilunarfasinn léttur eða með ýmsum sjúkdómseinkennum. Já það er í heilunarfasanum sem við finnum yfirleitt til, fáum hita, sýkingu osfrv. Lærðu meira á heimasíðunni okkar undir heilsuráðgjöf.
 
Streita
 
Streita hefur margvísleg áhrif á líkamann og eitt af því sem hefur mikil áhrif á framhalds heilsu er eyðing magnesium í vefjum líkamans.
Þetta væri kannski allt í lagi ef við borðuðum nóg af grænmeti og ávöxtum og slepptum öllu sem eyðir magnesium en það er sjaldgæft nú til dags. Hægt er að fá magnesíum m.a. úr quinoa og gænu grænmeti. Einnig er mjög gott og slakandi að fara í heitt magnesium saltbað. Þú setur 1-2 kg af epsom salti í baðkarið og uppáhalds imlolíuna þína og nýtur slökunarinnar og hinna hreinsandi áhrifa saltvatnsins. Gott er að setja slökunartónlist á einnig til að dýpka enn frekar áhrifin. Þú færð Epsom salt í Garðheimum í 25 kg poka. Það er einnig kallað Bitter salz og er ekki til inntöku.
 
Skortur á magnesium hefur m.a. þau áhrif að svokölluð excitotoxin sem eru bragðbætandi efni í matvöru, eins og msg og aspartam, komast í gegnum varnarmúr frumanna og geta valdið miklum skaða á taugafrumum.
Doktor Russel Blaylock, taugaskurðlæknir og næringarfræðingur hefur ritað mörg rit og greinar um skaðsemi þessarra efna. Vert er að muna að fylgja ávalt hjartanu þegar kemur að upplýsingum sem stangast á við þína sannfæringu.
 
Sykursýki
 
Vissir þú að það eru meiri líkur á því að sykursýkis sjúklingur sem drekkur mikið af diet drykkjum eða neytir matvöru sem innihaldur aspartam fái augnsjúkdóm sem getur leitt til blindu?
 
Viltu fræðast meira?
Á Facebook síðu Heilsu og hamingjulindarinnar er hægt að finna fjölmargar glósur með fróðleik um heilsu. Þú getur gerst aðdáandi og fengið þannig fréttir af nýjum fróðleik eða tilboðum.
 Einnig eru fjölmargar greinar á www.puls.is
Viðburðir á næstunni
 
28.nóvember Kynning á hinni kröftugu shamballa heilun en hún er öflug leið til sjálfeflingar.
Kl 20-23  í Bjarkarholti 4. Athugið að það þarf að láta vita um þáttöku í síma 6990858.
Þetta er þér að kostnaðarlausu.
 
5.desember Kynning og sala á heilsutengdum vörum á „Torgi hins himneska friðar“ í Kjarna í Mosfellsbæ. Jólamarkaður Mosó. Tilboð í gangi. Þú getur keypt jólagjafir sem færa betri heilsu og vellíðan.
 
17.desember Kynning og sala á heilsutengdum vörum á „Torgi hins himneska friðar“ í Kjarna í Mosfellsbæ. Jólamarkaður Mosó. Tilboð í gangi.  Þú getur keypt jólagjafir sem færa betri heilsu og vellíðan.
 
Eftir jól verður boðið upp á shamballa grunn námskeið, shamballa 13D námskeið og námskeið í notkun waterfall essences, sem eru afar kraftmiklir blómadropar sem Lilja skapar. Þú getur skráð þig núna.
 
21.Desember. Útgáfa fyrstu bókar Lilju Petru. „Power of earth is within you“ en hún verður seld sem rafbók í gegnum Amazon og heimasíðu okkar.  Íslensk útgáfa bókarinnar er einnig væntanleg. Þú getur lesið kafla úr bókinni á www.bringerofnewearth/wordpress.com
 
9.janúar 2011 verður Lilja í viðtali hjá Sirrý í morgunútvarpi RUV.
 
Veldu góðar og nýtilegar gjafir í jólapakkann.
 
Gjafakort í heilsu meðferð er tilvalin í jólapakkann . Gjafakortin okkar fást í afgreiðslu Lágafellslaugar og hjá okkur.
Þú getur skoðað úrval meðferða fyrir einstaklinga og hópa á www.hamingjulindin.is
 
Við erum með úrval af hinum frábæru Forever Living heilsuvörum og snyrtivörum á frabæru verði. Mikil gæði og minna af eiturefnum. Tilvaldar vörur handa frúnni eða þeim sem eiga allt.
Líttu í glerskápana innst á gangi Lágafellslaugar til að sjá smávörurnar okkar.
 
Nú eru komnir nýjir titlar frá Hemisync og einnig pakkar með 4 diskum sem ætlaðir eru til að hjálpa börnum og fullorðnum með ADHD og námsörðugleika. Einnig pakkar fyrir kennara til að spila í kennslustundum en það bætir ekki bara andann í bekknum heldur eykur námsgetu allra nemendanna.
 
Scalar vörur eru kröftugar heilunar vörur sem nýta sér náttúrulögmál hinnar geysiöflugu scalar orku en hún er mörghundruð sinnum öflugri en kjarnorkusprengjur. Sjá vídeó http://www.thehealinguniverse.com/videos.html
 
Scalar vörur sem við höfum í sölu eru. Kíktu líka á www.puls.is
1.      Power balance armbönd til að auka jafnvægi, styrk og liðleika. Þessi armbönd eru notuð af afreksíþróttamönnum víða um heim. Svo sem eins og Ronaldo og David Beckham.
Tilvalin í jólapakka íþróttamannsins eða konunnar eða handa krökkunum til að losna við farsíma mengun þeirra sem eru með slíka á sér.
 
2.      Quantum pendant- heilunar hálsmen  Falleg gjöf sem hefur víðtæk áhrif á vellíðan.
Einn notandi lýsti því á þennan veg.
,,Ég keypti heilunnar hálsmenið af ykkur og var með það í tvo daga .... verkur sem ég var með í öxl hvarf og ég upplifði að ég hafði meiri orku ... plús það að ég sá fyrir mér að allar frumur líkamans lýstust upp og voru fullar af lífi .
Ég ákvað síðan að gefa vinkonu minni hálsmenið sem átti mjög bágt ... hún á föður sem er að deyja úr krabbameini og er mjög langt leiddur .... Hún sagði : Þvílík guðs gjöf þetta hálsmen .... það gefur mér styrk til að halda áfram og vera sterk .... hálsmenið er frekar stórt en það er aldrei fyrir mér það finnur sér einhvernvegin stað á bringunni á mér og ég sef með það líka ... vil ekki taka það af mér,finnst það gefa mér ljós og heilun :-)
Er mjög ánægð með hálsmenið og ætla að kaupa annað þegar ég kem í bæinn ...
Kærar kveðjur
Björk"
“Þetta er alveg frábært men, ég finn strax hvernig það jarðtengir mig og ég hef mun meira úthald og þreytist ekki eins og áður.” GG
  
Gagnsemi Quantum hálsmensins
 Heilar, endurnýjar og hleður
v     Bætir og styrkir ónæmiskerfið
v     Bætir hæfileika fruma til afeitrunar
v     Heilar ójafnvægi í líkamanum
v     Hreinsar og styrkir orkusvið líkamans og verndar þannig gegn rafsegulmengun
v     Eykur fókus og einbeitingu 
v     Eykur orkuflæðið í orkurásum líkamans og líffærum.
v     Hægt er að hlaða vatn með scalar orku til að styrkja, liðka og bæta jafnvægi. Setjið vatn í glas eða í flösku og stillið meninu upp við ílátið. Látið bíða í  nokkrar mínútur.
 
 
3.      Töfrasproti- Hentar einkar vel fyrir meðferðaraðila en líka fyrir alla aðra sem vilja nýta sér þessa frábæru og einföldu scalar orku.
 
Líttu við á jólamarkaðnum eða farðu á heimsíðu okkar www.puls.is
 
Flestir hafa nú orðið heyrt talað um mikilvægi basískrar fæðu. Nú er hægt að fá hjá okkur Alkaline stauk sem þú hefur í vatnsflöskunni og gerir vatnið þitt basískara og minnkar að auki samþjöppun vetnis hópa.
 
 
 
Við óskum þér gleði og friðar hvern dag og þökkum þér samskiptin á undanförnum árum.
 
Lilja, Elli og Ágústa Nellý.
S: 6990858 og 8680844
www.hamingjulindin.is
www.puls.is
http://liljapetra.blogg.is/
www.bringerofnewearth/wordpress.com

Afhverju ertu veikur?

 

Hefur þú nokkurn tíma spurt sjálfan þig afhverju þú ert lasinn eða með einhver einkenni um heilsufars vandamál?

Hvað er fullkomin heilsa og hvernig nærðu því markmiði? Sennilega hefur þú lesið og pælt í áhrifum mataræðis og hreyfingar á heilsuna og veist að heilbrigður lífstíll er mikilvægur þáttur í góðu heilsufari. En hvað setur heilsufar okkar úr jafnvægi?

Fæstir velta því kannski fyrir sér afhverju þeir fái allt í einu bólu í andlitið og setja það á kostnað hormóna eða sykuráts. Afhverju fær barnið eða unga stúlkan vefjagigt? Hvað er að gerast þegar við fáum harðlífi eða astma?

Afhverju eru öll líkamleg óþægindi bara vinstra megin í líkamanum? Erum við svona meingölluð frá fæðingu eða er þetta líkaminn að reyna að tala við okkur?

Erum við hætt að hlusta og lítum á okkur sem fórnarlömb erfðagalla, áhættuþátta eða rangs lífsstíls? Hvað er krabbamein og afhverju fá svo margir meinvörp? Getur verið að meinvörp myndist af sjálfstæðum hvötum eða orsökum en ekki af því að krabbameinsfrumur frá fyrsta meinstað hafi farið á flakk og stoppað í lungunum, lifrinni eða heilanum?

Líkaminn er fullkominn og hefur svör við öllum spurningum, hverju áreiti og áskorunum en oftar en ekki gleymum við að eiga jákvæð samskipti við líkamann og hlusta á hann.

 

Líkaminn hlustar á okkur, hverja hugsun, hvert orð og bregst við þeim með einstökum hætti. Undirvitundin vakir einnig yfir öllum þeim snöggu hugsunum sem renna í gegn dag hvern sem við sjálf erum löngu hætt að taka eftir, þar sem við erum í raun að forrita líðan okkar og afkomu.

Samkvæmt skilningi Metamedicine eiga öll heilsufarsvandamál sér uppruna í óróleikastund eða áfalli sem var óvænt, yfirþyrmandi, einangrandi og án úrlausna. Þessi óróleikastund veldur togstreitu sem líkaminn bregst við. Fyrst í gegnum sympatiska taugakerfið. Það hefur áhrif á það líffæri sem best getur tekist á við togstreituna en jafnframt kemur það fram í þeim hluta heilans sem er fósturfræðilega skyldur viðkomandi líffæri. Þegar togstreitan er leyst hefst parasympatiska taugakerfið handa við að koma á jafnvægi að nýju. Oftast nær leitum við ekki til læknis fyrr en við erum á leið til jafnvægis því það er þá sem við fáum hita eða finnum til verkja.

Undanfarna mánuði hef ég vakað yfir öllum þeim einkennum sem líkami minn hefur sýnt og hefur það orðið tilefni margra aha stunda því líkaminn er svo rökréttur í svörum sínum.

 

Dæmi um þetta er þegar ég vaknaði upp með skútabólgu og stíflaða hægri nös. Það þýðir að ég gat ekki fundið neina lykt. Hvað var líkaminn að segja mér? Jú daginn áður hafði ég farið í sund og þótti heldur viðbjóðslegt gólfið á þurrksvæði baðklefans. Vakti það upp löngu grafnar minningar frá æskuárunum er ég sótti sömu laug og þurfti að tipla á tánum til að fara á salernið án þess að óhreinka mig að mér fannst. Þegar eitthvað vekur viðbjóð okkar viljum við helst líta undan og taka fyrir nefið. Því hafði líkaminn svarað á svipstundu með því að stífla nösina og auka þrýsting á augað. Leið og ég áttaði mig á samhenginu vann ég á því með einfaldri tækni og sendi athugasemd til stjórnenda sundlaugarinnar svo hægt væri að bæta úr þessu. Eftir hádegi sama dag voru einkennin horfin og komu ekki aftur.

 

Þetta sýndi að ekki þarf að vera neitt dramatískt áfall til að líkaminn taki við sér og sýni væg einkenni. Hann er stöðugt að spjalla við okkur og svar hugrenningum okkar. Við höfum bara að mestu gleymt að hlusta á hann.

 

Heildræn heilsuráðgjöf og Metamedicine geta veitt innsýn inn í hvar þú ert staddur í sjúkdómsferli þínu og hver líkleg orsök er og hvað er til bóta.

 

Lilja Petra Ásgeirsdóttir heildrænn heilsuráðgjafi

www.hamingjulindin.is

www.whyamisick.com

www.puls.is
123movies